Náttúra, maður og ógn

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í málstofunni eru tengsl manns og náttúru tekin til umfjöllunar í ljósi ógnar. Ógnin getur tengst ægifegurð náttúrunnar eins og í lýsingum manna á hrikalegum fjöllum eða eyðandi eldgosum. En hún getur líka birst í umhverfisógn eða þeirri ógn sem náttúrunni stendur af manninum. Á tímum loftslagsbreytinga ber mikið á ógnarorðræðu og í ólandssögum tengist náttúran iðulega vá. Orðræða ættjarðarljóða gengur út á að þjóðin lýsi sig blóðskylda jörðinni. Þannig birtist óhugnaður eða ógn með ýmsum hætti í bókmenntum eða orðræðu um náttúruna en að baki getur einnig búið fegurðarhugsjón eða siðferðileg gildi sem áréttuð eru með þessum hætti. Fimm fyrirlesarar munu fjalla um þetta efni undir yfirskriftinni Náttúra, maður og ógn.

Myndin er eftir John Martin og heitir The Great Day of His Wrath (um 1853).

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 301 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.00-16.00

Málstofustjóri:
Sveinn Yngvi Egilsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

9. mars kl. 15.00-16.00

[fblike]

Deila færslunni