Nöfn á nýrri öld

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Hvaða breytingar eru að verða á íslenska nafnaforðanum? Í þessari málstofu verður sjónum sérstaklega beint að breytingum á eiginnöfnum á síðustu áratugum. Fjallað verður um tíu algengustu nöfn karla og kvenna frá 1703 til 2017 og hvernig þau hafa staðist nýja tískustrauma. Einnig verður rætt um þau nöfn sem vinsælust hafa verið sem annað nafn síðustu áratugi og þeirri spurningu velt upp hvort þau eigi þátt í að gömlu hefðbundnu nöfnin eru nú síður valin. Þá verður litið á ný eiginnöfn síðasta áratugar og tilraun gerð til að flokka þau og greina einkenni. Í síðasta erindinu verður því velt upp hvort minni notkun séríslenskra stafa og sérhljóðabrodda í nýlegum eiginnöfnum megi rekja til áhrifa frá enskri stafsetningu. Að lokum verður fjallað um hvort réttlætanlegt sé að reyna að hafa áhrif á nafnaval með því að mæla með einni mynd eiginnafns frekar en annarri í vísandi orðabókum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 101 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Ágústa Þorbergsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni