Nýjar hinsegin rannsóknir: kvikmynd, dagbók, heimildaleit

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Á undanförnum misserum hafa rannsóknir sem beita kenningum hinsegin fræða við greiningu á viðfangsefnum verið nokkuð áberandi hér á landi og jafnvel mætti tala um hinsegin vakningu innan hugvísinda. Í málstofunni verða kynnt þrjú ný verkefni á þessu sviði sem fjalla m.a. um kvikmyndir, dagbókaskrif og túlkun sagnfræðilegra heimilda. Athyglinni verður beint að því hvernig hinsegin fræði snúast fremur um aðferðir og nálgun en viðfangsefni og hvernig sú nálgun getur af sér annars konar þekkingu en hægt er að kalla fram með öðrum leiðum. Spurt verður spurninga á borð við: Hvaða áhrif hefur nærvera trans karlmanns á smábæinn þar sem hann býr? Hvernig nýtast kenningar hinsegin fræðimanna við greiningu á hamingju? Hvaða merkingu getum við lagt í tilfinningaþrungin ástarorð þjóðsagnasafnarans Ólafs Davíðssonar til Geirs Sæmundssonar? Hvaða ályktanir drögum við af sögum um konur sem sagðar voru graðar, gengu í buxum eða sváfu saman? Hvernig fjöllum við um hinsegin tilveru á tímum þegar sjálfsmyndarhugtök á borð við homma, lesbíu og samkynhneigð voru ekki til?

Ásta Kristín Benediktsdóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjóri:
Ásta Kristín Benediktsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 10.30-12.00

Deila færslunni