Nýlenduminningar Atlantshafssvæðisins

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Heimsvalda- og nýlendustefna evrópskra ríkja á Atlandshafssvæðisinu (e. Atlantic World) heyrir formlega sögunni til en menningararfur þeirra lifir áfram í formi tungumálastefnu, þjóðarsjálfsmyndar og kynþáttahyggju. Markmið þessarar málstofu er að kanna samband mynd- og sviðslista við minningar nútímans um nýlendutímann. Hver var þáttur lista fyrri alda í myndun nýlenduminninga og hvernig vinnur nútímalist úr skjalasafni nýlendutímans (e. colonial archive) í dag? Til þess að auka skilning okkar á nýlendufortíð Atlantshafssvæðisins mun málstofan bjóða upp á fyrirlestra sem varða bæði franskar og danskar nýlenduminningar. Leynist eitthvað sameiginlegt í listrænni úrvinnslu úr minningum um frönsku nýlendurnar og Danaveldi?

Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku við Mála- og menningardeild, kynnir og stýrir umræðum.

Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Íslensku- og menningardeild, fer með andmæli að fyrirlestrum loknum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 311 í Árnagarði

Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjórar:
Anne-Sofie N. Gremaud og Toby Erik Wikström


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.30-12.00

[fblike]

Deila færslunni