Reykjavík árið 1918: Sjónarhorn persónulegra heimilda

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Á málstofunni verður litið á daglegt líf í Reykjavík árið 1918 og fjallað um hvernig stórviðburðir ársins sem og hversdagslegir höfðu áhrif á bæjarbúa með því að skoða persónulegar heimildir þeirra sem finna má í bréfum og dagbókum sem varðveitt eru á Kvennasögusafni Íslands og handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Meðal umræðuefna eru vel þekktir atburðir eins og frostaveturinn, Kötlugos, spænska veikin, vöruskortur vegna heimsstyrjaldarinnar, en einnig minna þekktir sem höfðu áhrif á líf fólks með einum eða öðrum hætti. Daglega fram í júní útvarpar Rás 1 upplestri úr þessum heimildum í hádeginu og veitir þannig innsýn í daglegt líf Reykvíkinga fyrir 100 árum. Verkefnið er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2018 (R1918).

Erla Dóris Halldórsdóttir kynnir fyrirlesara og stjórnar umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjóri:
Bragi Þorgrímur Ólafsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

10. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni