Safnkostir og ókostir: Birtingarmyndir „safnsins“ í bókmenntum og listum

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Söfn geta verið af margvíslegri gerð allt frá virðulegum opinberum skjalasöfnum til samtínings og sitthvaðs á háaloftum og í geymslum, í skýjum og á hörðum diskum. Af því leiðir að það eru ekki einungis skjalaverðir og sagnfræðingar sem fást við söfn, heldur eru þau hluti af lífi okkar allra á einhvern máta, mismunandi heilleg; molar og brot af fortíð. Rithöfundar og listamenn hafa farið fjölmargar leiðir að því að leika sér með söfn og söfnun og í þessari málstofu veltum við upp spurningum á borð við: Hverju var Tómas Jónsson að safna í sinni metsölubók? Hvað verður um opinber skjöl þegar listamenn umbreyta þeim? Hvernig verða söfn hluti af sjálfs/ævisögum og hvaða sögu segja þau okkur?

Haukur Ingvarsson doktorsnemi kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 102 í Gimli
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Gunnþórunn Guðmundsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni