Siðbót á 21. öld?

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Árið 2017 var þess minnst að 500 ár voru liðin frá því að Lúther hengdi upp tesurnar sínar 95 og kallaði eftir siðbót í Rómarkirkjunni. Sú hreyfing sem þá fór af stað átti eftir að setja mark sitt á trúar- og kirkjulíf í Evrópu og víðar um heim en jafnframt á menningu, samfélag og jafnvel stjórnmál. Í tilefni þessara tímamóta var áhersla lögð á að rannsaka og ræða áhrif siðbótarinnar bæði í sögu og samtíð. Það var m.a. gert í þverfræðilegu rannsóknaverkefni við Háskóla Íslands um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu, (2017.is)

Í þessari málstofu verður sérstaklega horft til dagsins í dag og spurt hvort enn sé þörf á siðbót í okkar íslenska samhengi í upphafi 21. aldar. Lögð verður áhersla á málefni og vanda sem við stöndum frammi fyrir og kalla hugsanlega á siðbót, í merkingunni nýjan hugsunarhátt, eða umsköpun og umbreytingu á ríkjandi gildum og hugmyndum, m.a. hlýnun jarðar og baráttu kvenna gegn kynbundnu ofbeldi.

Auður Styrkársdóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 201 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Arnfríður Guðmundsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni