Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í þessari málstofu verður fjallað um vesturíslenskt mál og menningu. Erindin tengjast rannsóknarverkefninu Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd (MMMS) sem styrkt var af RANNÍS og lýst er í bókinni Sigurtungu sem kom út hjá Háskólaútgáfunni nýverið. Tilgangur MMMS-verkefnisins var að fá mynd af því íslenska málafbrigði sem þróast hefur í Vesturheimi, rannsaka menningarlega sjálfsmynd afkomenda Vesturfaranna og tengja viðfangsefnið rannsóknum á erfðarmálum og sögu og menningu innflytjenda almennt. Í málstofunni verða niðurstöður verkefnisins settar í samhengi við ríkjandi hugmyndir um erfðarmál, lýst þróun á ákveðnum máleinkennum í vesturíslensku og sagt frá viðhorfum þeirra sem fluttu vestur.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 101 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 10.00-11.30

Málstofustjóri:
Birna Arnbjörnsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.00-11.30

[fblike]

Deila færslunni