Sögur af Guðmundi góða

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Guðmundur góði Arason var Hólabyskup á fyrstu áratugum 13. aldar. Hann var mikill trúmaður en umdeildur biskup og gekk á ýmsu í embættistíð hans, eins og frægt er. Fljótlega eftir að hann lést, 16. mars 1237, virðast stuðningsmenn hans hafa tekið að draga saman efni til helgisögu, sem geymt var í kirkjunni í Laufási, en hún brann árið 1258 með því efni um Guðmund sem þar var. Engu að síður varðveittust í sagnasafninu Sturlungu og víðar fjölmargar ritaðar frásagnir í lausu máli og bundnu af Guðmundi og biskupstíð hans. Snemma á 14. öld hófust aftur tilraunir til þess að gera helgi Guðmundar skil í rituðu máli og frá þeim tíma hefur saga Guðmundar varðveist í fjórum gerðum á íslensku og hefur væntanlega jafnframt verið til lífssaga hans á latínu þótt nú sé hún glötuð. Í málstofunni fjalla fræðimenn um sögur af Guðmundi góða út frá fjölbreyttum sjónarhornum svo sem nánar má lesa um í lýsingum á efni einstakra erinda.

Ásdís Egilsdóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Gottskálk Jensson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 10.00-12.00

Deila færslunni