Málstofan fjallar um Staðarhólsverkefnið sem hófst árið 2020. Markmið verkefnisins er að rannsaka og auka þekkingu á sagnaritun Sturlu Þórðarssonar og á Staðarhóli, jörðinni þar sem hann bjó um áratuga skeið og er oftast kenndur við. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á forsendur ritmenningar á staðnum með víðtækum athugunum á landsháttum, minjum og ritheimildum. Niðurstöðurnar verða bornar saman við rannsóknir á öðrum höfðingjasetrum frá miðöldum. Að verkinu kemur hópur fræðimanna hjá Fornleifastofnun Íslands og fræðimenn úr ýmsum öðrum áttum s.s. ýmsir fræðimenn frá Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafni Íslands.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir stýrir umræðum.
Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022
Hvar
Stofa 310 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30
Málstofustjóri:
Úlfar Bragason
Fyrirlesarar og titlar erinda
12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 310 í Árnagarði
Deila færslunni