Stafrænt málsambýli íslensku og ensku: Staða og fyrirliggjandi niðurstöður öndvegisverkefnis

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í málstofunni verður gerð grein fyrir þeim niðurstöðum öndvegisverkefnisins Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis (verkefnisstjórar: Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson) sem liggja nú þegar fyrir. Markmið verkefnisins er m.a. að greina stöðu íslenskunnar á tímum mikilla enskra áhrifa í gegnum stafræna miðla og snjalltæki. Meðal annars verður rætt um niðurstöður er lúta að snjalltækjanotkun og notkun ensku í íslensku málsamfélagi, viðhorfi unglinga til íslensku og ensku og áhrifum aukins ensks ílags á enskuframburð Íslendinga auk þess sem sagt verður frá nokkrum yfirstandandi sérathugunum á sviði verkefnisins.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 304 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.15-17.15

Málstofustjóri:
Sigríður Sigurjónsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 13.15-14.45

8. mars kl. 15.15-17.15

[fblike]

Deila færslunni