Stefndi Ísland til andskotans?

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Fyrir jólin 2018 gaf Sögufélag út bók Axels Kristinssonar, Hnignun, hvaða hnignun? Þar færði höfundur rök fyrir því að hugmyndin um hnignun og niðurlægingu í sögu Íslands sé pólitísk goðsögn ‒ mýta ‒ sem búin hafi verið til í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og þjónað þörfum hennar með því að mála erlend yfirráð sem dekkstum litum. Goðsögnin sannfærði Íslendinga um að dönsk stjórn hefði reynst þjóðinni ákaflega óheillavænleg og því bæri að stefna að sjálfstæði.

Eftir að því markmiði var náð hefur goðsögnin svo verið endurnýtt í þjónustu ýmis konar hugmyndafræði, svo sem frjálshyggju og landgræðslu.

Höfundur tókst djarflega á við ýmsa af hugmyndasmiðum nútímasagnfræði á Íslandi. Vitaskuld eru ekki allir á sama máli og Axel. Því er efnt til þessarar málstofu þar sem tekist verður á um þætti í röksemdafærslu hans.

Gunnar Þór Bjarnason stýrir umræðum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 311 í Árnagarði

Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjórar:
Markús Þ. Þórhallson og Helgi Skúli Kjartansson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni