Geta lög og stjórnarskrá verið „hverju barni skiljanleg…“?

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Ein af helstu athugasemdum lögspekinga við drög þau að nýrri stjórnarskrá Íslands sem Stjórnlagaráð sendi Alþingi sumarið 2011 – og meðferð þeirra – var að óvissa ríkti um merkingu margra ákvæða þeirra. Bent var á að í drögunum væri að finna nýjar skuldbindingar hins opinbera sem gætu orðið kostnaðarsamar, án þess að mat hefði verið lagt á hver sá kostnaður gæti orðið, en einnig var því haldið fram að dómstólar gætu jafnvel átt í erfiðleikum með að komast að niðurstöðu í ákveðnum efnum á grundvelli textans eins og hann lá fyrir í drögunum, þannig að tilefni væri til að óttast „stjórnlagakrísu“ eins og sumir sérfræðinga komust að orði.
Á síðustu árum hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin að lagalegir textar, þar á meðal stjórnarskrár, eigi þó einmitt að koma til kasta almennings í meira mæli en nú er. Þar með færast slíkir textar úr því sérfræðiumhverfi sem þeir eru í nú, auk þess sem krafan verður fyrst og fremst að almenningur skilji merkingu lagatexta frekar en að dómstólar séu alvitrir túlkendur slíkra texta. „Crowdlaw“–hreyfingin svokallaða hefur m.a. beitt sér fyrir umræðu um aðkomu almennings og rök hafa verið færð fyrir því að þátttaka almennings í gerð lagatexta sé hluti af lýðræðisþróun samtímans.
Í málstofunni verður fjallað um aðkomu almennings að stjórnarskrárgerð sérstaklega, mikilvægi hennar, kosti og galla.

Fyrirlestrar verða fluttir á ensku.

Fundarstjóri er Sævar Finnbogason.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 102 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjóri:
Jón Ólafsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.30-12.00

[fblike]

Deila færslunni