Tímanna tákn: Almanök og efnismenning á 19. öld

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Málstofa þessi er hluti af Öndvegisverkefninu Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking. Í einum af þráðum þess verður fjallað um handrit og bækur sem hluti og verkfæri frekar en texta.

Erindin sem flutt verða í málstofunni fjalla um almanök sem hluta af efnismenningu Íslendinga á 19. öld. Um er að ræða prentgripi eða handrit sem hafa að geyma ýmsar upplýsingar, ekki aðeins tímatal heldur oft ýmislegt sem talið var gagnlegt og fróðlegt. Þessu til viðbótar bætti eigandi almanaksins gjarnan við viðbótarupplýsingum í formi texta eða tákna, allt frá veðurmælingum til dagbókafærslna.

Fjallað verður um sögu almanaka í íslenskri menningarsögu nýaldar, framleiðslu þeirra, miðlun, notkun og varðveislu á 18. og 19. öld. Brugðið verður upp fornleifafræðilegri sýn á þessa nytjagripi og einstaklingsbundna meðhöndlun á þeim. Hvað var það fyrsta sem eigandi almanaks gerði þegar hann fékk það í hendur? Hversu frjálsar hendur hafði eigandi um meðhöndlun og beitingu þeirra? Að lokum verður vikið að stöðu almanaka sem hluta þegar tímaskeið þeirra er liðið. Hvert er gildi gamalla almanaka fyrir eigendur þeirra og ekki síður fyrir afkomendur? Veltur það á hvernig þau voru nýtt? Hve mikið hefur varðveist og hvers vegna? Má sjá þeirra stað í dánarbúsuppskriftum?

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 201 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjóri:
Davíð Ólafsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.30-12.00

[fblike]

Deila færslunni