Tungumálanám: Hvernig og til hvers?

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Enginn véfengir gagnsemi þess að kunna tungumál. Ýmsir telja raunar nóg að „allir kunni ensku“ til að geta spjarað sig á hvaða vettvangi sem er. Tungumál eru skyldunámsgreinar í grunn- og framhaldsskólum, en fáir velja að læra tungumál á háskólastigi. Eru tungumál sem námsgrein annað en tungumálanám sem fer fram á óformlegan hátt? Í þessari málstofu verður velt upp ýmsum stefnumálum, sjónarmiðum og viðhorfum sem snúa að tungumálanámi, þar á meðal alþjóðlegum, opinberum og úr kennslustofunni.

Gunnhildur Jónatansdóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 051 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Þórhildur Oddsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-16.30

Tungumálamám – til hvers?

Þessa spurningu fá tungumálanemendur oft að heyra. Svarið er oftast: Til að hafa samskipti við aðrar þjóðir. En erum við tungumálakennarar að kenna samskipti? Bruno Maurer veltir þeirri spurningu upp í bók sinni Enseignement des langues et construction européenne, le plurilinguisme, une nouvelle idéologie dominante (2011). Um leið fjallar hann um hugsanleg áhrif fjöltyngis á kennslu tungumála í Evrópu og réttmæti fjöltyngishugmyndafræði sem hann telur ríkjandi í dag.

Í erindinu verður sagt niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal nemenda á lokaári í dönsku í grunnskóla, skólaárið 2015 – 2016. Fjöldi svarenda var um 431 í dönsku og að auki 64 nemendur í norsku og sænsku. Verkefnið var liður í þriggja ára Nordplus sprog verkefni sem unnið í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga. Nemendur voru beðnir um að lýsa gagnsemi náms í Norðurlandamálum, kennsluháttum eins og þeir koma þeim fyrir sjónir í dagsins önn, inntaki náms, áherslum og framkvæmd. Einnig voru þeir beðnir um að segja frá hvernig þeir myndu vilja að kennslustundirnar færu fram og hvers konar viðfangsefni þeim hugnast best. Fyrir nemendum á þessu aldursskeiði er kunnátta í tungumáli metin út frá hæfni til að beita mæltu máli. Gerð verður tilraun til að spegla óskir nemenda, kennsluhætti og áherslur í kennslu, eins og þær birtast í umsögnum þátttakenda, í ljósi Aðalnámskrár og Evrópska tungumálarammans og bera fyrirliggjandi upplýsingar saman við kenningar um áhugahvöt, tungumálasjálf og um árangursríka þjálfun nemenda í að beita málinu í raunverulegum aðstæðum – þekktum og ókunnugum.

Í erindinu verður fjallað verður um menntun og kröfur til tungumálakennara, með áherslu á dönskukennslu. Fyrir fáum árum var kennaranám lengt í 5 ár á öllum skólastigum og því upplagt að velta fyrir sér hvaða breytingar það hefur og mun hafa í för með sér í þá átt að efla faglega menntun dönskukennara.

Einnig verður fjallað um hvernig sá hópur sem kennir dönsku í grunnskólum er í stakk búinn til að sinna þeirri kennslu hvað varðar faglegan bakgrunn og þær kröfur sem námskrá gerir til þeirra. Enn fremur verður skoðað hvaða möguleikar á endurmenntun, starfsþróun og námskeiðum standa kennurum til boða, bæði hvað lengd og innhald varðar. 

Komið verður inn á hvaða áhrif minni kennsla í norrænum málum í framhaldsskólum ætti að hafa, en ófullkomin tilfærsla á námi til grunnskólans rýrir hlut dönskunnar vegna ófullnægjandi undirbúnings. Og hvernig rímar þessi framkvæmd við inntökuviðmið í háskóla hér heima og erlendis.

Við þetta má bæta ákvæðum námskrár um að allir nemendur í dönsku skuli kynnast norsku og sænsku innan vébanda dönskukennslunnar, en hvorki undirbúningur  kennara né námsefni mætir þeim kröfum.

Loks verður komið inn á hvernig æskilegu fyrirkomulagi á dönskukennslu gæti verið háttað.

Deila færslunni