Umdeild list í samtíma

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Það er títt að myndlistarverk geta verið umdeild vegna efnistaka sinna eða framsetningar. Þetta hefur í sögulegu ljósi átt við mörg verk þar sem nekt kemur fyrir, þótt slíkt komi sjaldnar fyrir nú til dags en fyrr á tímum. Verk eru yfirleitt umdeild þegar þau eru sýnd í fyrsta sinn, sér í lagi ef ætlunin er að reyna á ráðandi sjónarmið um það sem telst við hæfi. Þó kemur einnig fyrir að verk verða umdeild löngu eftir að þau voru upphaflega gerð, oft eftir að siðferðileg viðmið eða pólítísk gildi hafa tekið breytingum. Í þessari málstofu er ætlunin að skoða forsendur þess að verk reynist umdeild í samtímanum og tengja þá umræðu við listsögulegar forsendur.

Mynd: Án titils eftir Gunnlaug Blöndal frá um 1950–1955, í eigu Seðlabanka Íslands.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 304 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 15.00-16.00

Málstofustjóri:
Hlynur Helgason


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.00

[fblike]

Deila færslunni