Undir áhrifum

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Áhrifsbreytingar eða analógía er alþekkt hugtak innan málvísinda en menn hefur þó greint nokkuð á hvernig beri að skilgreina það og hvort það eigi yfirleitt rétt á sér. Fyrirlestrar málstofunnar snúast allir um þetta umdeilda hugtak en hver með sínum hætti. Sá fyrsti fjallar um áhrifsbreytingar í beygingu nokkurra íslenskra nafnorða. Í öðrum fyrirlestrinum verður sýnt fram á að analógía liggur að baki útvíkkun bæði minniháttar beygingarmynsturs og annars sem talið er til reglulegra beygingarmynstra færeysku (og íslensku) en þessi staðreynd stangast á við kennisetningar tvíúrvinnslulíkansins (e. dual-processing model) sem gerir ráð fyrir eðlislægum mun á virkni reglulegrar beygingar annars vegar og óreglulegrar beygingar hins vegar. Í þeim þriðja verður fjallað um skilning Hermanns Paul á analógíu og hvernig hann rímar við skilning ýmissa sporgöngumanna hans.

Aðalsteinn Hákonarson doktorsnemi kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 103 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Katrín Axelsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni