Viðtakendur eða virkir gerendur? Um atbeina almennings á Íslandi á 18. og 19. öld

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Íslenskur almenningur fyrri alda var lengi vel lítið sýnilegur í skrifum sagnfræðinga. Áherslur sagnfræðirannsókna voru ýmist á framúrskarandi leiðtoga og aðra einstaklinga sem skáru sig á einhvern hátt úr frá fjöldanum eða á formgerð samfélagsins og mótandi áhrif hennar á líf, kjör og hugarfar allra landsmanna. Til almennings var helst vísað sem óskilgreinds hóps án nokkurra teljandi áhrifa á gang sögunnar. Meginþorri landsmanna taldist þó til þessa hóps á 18. og 19. öld út frá samtíma skilningi á orðinu almenningur og skyldum hugtökum.

En voru Íslendingar á 18. og 19. öld aðeins þögulir viðtakendur ákvarðana yfirvalda og forystumanna í samfélaginu eða voru einstaklingar úr hópi almennings virkir gerendur í sínu lífi og nærsamfélagi? Hvað með hópinn í heild eða einstaka hluta hans? Höfðu athafnir almennings sem hóps áhrif á gang sögunnar? Í málstofunni verður rætt um virkni, þátttöku og atbeina íslensks almennings á fyrrgreindu tímabili og velt upp spurningum um áhrif þess á eigin lífsskilyrði, samfélag sitt og sögulega þróun almennt.

Umræðustjórn verður í höndum Erlu Huldu Halldórsdóttur, dósents í sagnfræði við HÍ.

Myndin er frá National Library of Scotland.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 201 í Odda
Hvenær
Kl. 13.15-14.45

Málstofustjóri:
Vilhelm Vilhelmsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 13.15-14.45

[fblike]

Deila færslunni