Vinstra sviðið í íslenskri setningagerð

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Hugtakið vinstra sviðið (the left perihery) hefur talsvert verið til umræðu í fræðilegri setningafræði allt frá því að ítalski málfræðingurinn Luigi Rizzi (1997) kynnti hugmyndir sínar um formgerð setninga. Samkvæmt hugmyndum Rizzis er efsta lagið í formgerð setninga (það lag sem kemur á undan frumlaginu) mun fíngerðara en áður hafði verið talið og greinist í ýmsa setningaliði sem endurspegla merkingu setningarinnar (force), kjarnaliði (topic), brennidepil (focus) og fleira. Þessar hugmyndir eiga mjög vel við um rómönsk mál en hafa fremur lítið verið ræddar fyrir íslensku, e.t.v. vegna þess að þær virðast ekki passa vel við V2 mál, þ.e. tungumál þar sem persónubeygða sögnin er alla jafna í öðru sæti setningarinnar. Í þessari málstofu verður fjallað um ýmis setningafræðileg fyrirbæri og fræðilegar hugmyndir sem tengjast vinstra sviði setninga í íslensku en einnig verður hugað að vinstra sviði nafnliða, a.m.k. að svo miklu leyti sem hægt er að tala um slíkt svið.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 105 í Odda
Hvenær
Kl. 13.15-16.45
Málstofustjóri:
Jóhannes Gísli Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 13.15-14.45

8. mars kl. 15.15-16.45

[fblike]

Deila færslunni