Vont fólk og ljótt – jaðarinn í íslensku samfélagi fortíðarinnar

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Hvernig er hægt að fjalla um „vont fólk og ljótt“? Hér er átt við þann hóp sem var á jaðri samfélagsins og var í einhverjum skilningi álitið óferjandi og óalandi. Er hægt að tala um hann sem fríkin í samfélaginu, fólk sem var starað á og það jafnvel útskúfað með beinum eða óbeinum hætti. Í þessari málstofu mun hópur vísindamanna ræða bæði um hugmyndafræðilega stöðu þessa hóps, rannsaka hann út frá einstökum dæmum frá hinni löngu 19. öld og um leið að velta upp siðferðilegum spurningum sem tengjast vísindamanninum sem velur sér þetta viðfangsefni; hvaða skorður setur samfélag nútímans umfjöllun af þessu tagi, er hægt að tala um „vont fólk og ljótt“ og komast upp með það innan fræðanna?

Laugardagur 10. mars

Hvar:
Stofu 201 í Lögbergi
Hvenær:
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjóri: Sigurður Gylfi Magnússon


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

10. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni