Um þingið


Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.

Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 23 ára árið 2019.

Öllum er velkomið að senda inn tillögur að málstofum, sem allar eru á sviði hugvísinda, og rennur frestur til þess út í janúar ár hvert. Aðgangur að þinginu er ókeypis og öllum opinn.

Verið velkomin á Hugvísindaþing.

Við undirbúning Hugvísindaþings starfa

Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Hugvísindastofnunar,
Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri Hugvísindasviðs,
Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs,
Anna R. Jörundsdóttir, verkefnastjóri hjá Hugvísindasviði
og Sóley Stefánsdóttir hönnuður.

Nánari upplýsingar um þingið veitir Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, mgu@hi.is, s. 525 4462. Þeir sem óska eftir táknmálstúlkun hafi samband við Rannveigu Sverrisdóttur, rannsve@hi.is, fyrir 10. mars og tilgreini hvaða málstofu þeir óska eftir að verði túlkuð.