Að haga seglum eftir vindi …: Um uppruna, gerð og notkun orðasambanda í nokkrum tungumálum

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Orðasambönd eru hluti af orðaforða tungumálsins og eru algeng í daglegu tali. Málnotendur þekkja þau alla jafna og bregða þeim fyrir sig eins og um stök orð eða eina einingu málsins væri að ræða. Orðasambönd spretta úr misjöfnum jarðvegi. Mörg fyrirfinnast í helstu tungumálum heims og eiga sér jafnvel sama eða svipaðan uppruna. Önnur eru menningarbundin og ná ekki út fyrir málheim og menningu stakra þjóða, samanber orðasambönd sem eiga rót sína að rekja til nautaats og eiga sér vart hliðstæður í öðrum tungumálum en spænsku. Enn önnur vitna um sérstaka atvinnuhætti, sögu eða þjóðhætti viðkomandi málsamfélags.

Í þessari málstofu verður fjallað um orðasambönd, orðtök og orðatiltæki í frönsku, spænsku, þýsku og dönsku. Gerð verður grein fyrir gerð þeirra, uppruna, merkingu og notkun í þeim tungumálum sem hér eiga í hlut.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 310 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 15.00-17.00

Málstofustjórar:
Erla Erlendsdóttir og Oddný G. Sverrisdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 15.00-17.00 í stofu 310 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni