Deliberation, participation, inclusion: Key issues of democracy / Rökræður, þátttaka, meðtalning: Lykilatriði lýðræðis

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Fyrirlestrar verða fluttir á ensku.

This panel focuses on the concept of democracy from two different directions. On the one hand we discuss the necessary conditions of democracy, on the other democratic legitimacy. Three strands of democracy will figure most clearly in the talks: Deliberation, participation and inclusion. The idea of deliberative democracy has transformed democratic theory in the last three to four decades. In deliberative democracy the quality and transparency of democratic authority depends on its deliberative qualities where the engagement of citizens in monitoring and discussing policy- and decision-making is of primary importance. Civic participation has become a more prominent topic of democratic theory more recently which to some extent reflects dwindling trust in democratic institutions, doubts about democratic representation and a demand for greater civic control of public decision-making. But participation does not guarantee inclusion and even where robust participatory processes are in place minorities and marginal groups may still not enjoy full political access. Speakers explore how deliberation, participation and inclusion figure in both outlining necessary conditions of democracy and ensuring democratic legitimacy. Deliberation e.g. does not provide safeguards against special interest or guarantee the quality of decsions. Participatory processes may undermine democratic accountability and lead to doubts about the legitimacy of decisions-making.

Íslenska:
Í málstofunni er sjónum beint að merkingu lýðræðishugtaksins og spurt annars vegar um nauðsynleg skilyrði lýðræðis, hins vegar um lýðræðislegt lögmæti. Sérstaklega er litið til þriggja þátta lýðræðislegs stjórnarfars sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum: Rökræður (e. deliberation), þátttöku (e. participation) og meðtalningu (e. inclusion). Hugmyndin um rökræðulýðræði á sér talsverða sögu og hafa talsmenn þess meðal annars reynt að sýna fram á hvernig gæði þeirrar rökræðu sem lýðræðislegar stofnanir stuðla að sé mikilvægasta stoð lýðræðislegra ákvarðana. En á undanförnum árum hefur þátttakan sjálf líka verið sett í öndvegi, þegar því er haldið fram að lýðræði þarfnist miklu meiri og almennari borgaraþátttöku en hið hefðbundna fulltrúalýðræði gefur kost á. Loks hefur vandi meðtalningarinnar fengið aukið vægi í umræðunni þar sem bent er á að almenningsþátttaka sem slík tryggi ekki aðkomu minnihluta- og jaðarhópa – eða hópa sem standa í einhverjum skilningi veikar en aðrir eða ráðandi hópar. Fyrirlesarar í málstofunni ræða um spurningar um lýðræði sem hver þessara þátta vekur og reyna að greina vægi þeirra til að skýra lýðræðishugtakið. Því er meðal annars haldið fram að rökræðan sem slík geti ekki tryggt gæði ákvarðana og þaðan af síður hnekkt sérhagsmunum. Einnig geti mörg form almenningsþátttöku grafið undan lýðræðislegri ábyrgð og skapað efasemdir um lögmæti ákvarðana.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 311 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30 og 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Jón Ólafsson


Fyrirlesarar og erindi

12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 311 í Árnagarði

12. mars kl. 15.00-16.30 í stofu 311 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni