Franskt leikhús sem pólitísk aðgerð

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Leikhús hefur löngum þótt kjörinn vettvangur pólitískrar og samfélagslegrar gagnrýni hvort sem hún snýr að valdbeitingu leiðtoga, samspili kynjanna, átökum milli þjóða, flóknu sambandi trúar og stjórnmála eða öðrum brýnum málefnum þess samtíma sem um ræðir. Í sumum tilfellum, eins og þegar Tartuffe eftir Molière eða L’Esclavage des Noirs eftir Françoise de Graffigny voru sett á svið, vöktu leikritin hörð viðbrögð yfirvalda og áhorfenda og var sýningum jafnvel hætt í kjölfarið. Í þessari málstofu verður litið til franska leikhússins sem rýmis fyrir ádeilu og þess (mis)þrönga stakks sem pólítískri gagnrýni á leiksviði hefur verið búinn í aldanna rás. — Fyrirlesarar munu fjalla um sviðsetningu pólítískra mála í franskri sögu með dæmum frá tíma frönsku trúarbragðastyrjaldanna á 16.öld, tíma átaka milli kristni og islam á 17. öld og tíma endaloka franskrar nýlendustefnu á 20. öld. Fyrirlestrarnir verða fluttir á íslensku.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 203 í Odda
Hvenær

11. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Ásdís Rósa Magnúsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 203 í Odda

[fblike]

Deila færslunni