Hið heilaga og hið vanheilaga í kveðskap síðari alda

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Birtingarmyndir trúar í kveðskap síðari alda eru flóknar og á köflum mótsagnakenndar. Algengt er að greina andlegan kveðskap frá veraldlegum í umfjöllun um bókmenntir en þegar gömul handrit eru dregin fram í dagsljósið finnst ýmislegt sem erfitt er að flokka með svo einföldum hætti. Afmorskvæði og blautar vísur áttu ekki upp á pallborðið hjá prestum sem veigruðu sér þó ekki við að hæla guðamiðinum í rímum sem fjölluðu um fornar biblíusögur. María mey birtist til skiptis við Freyju í þulum en Óðinn blandar geði við tröll og berserki. Á hinn bóginn má nota sálma til þess að fjalla um atburði í jarðlífi skáldsins og jafnvel var hægt að birta þar skilaboð sem beinast alls ekki til almættisins. Hvar eru þá mörk hins heilaga og hins vanheilaga, og hvenær gengur skáldið yfir þau mörk?

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 201 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Katelin Marit Parsons


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 15.00-16.30 í stofu 201 í Árnagarði

[fblike]