Hvað er málið? Um kynhlutlaust mál

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Að málstofunni stendur hópur sem hyggur á samstarf um rannsóknir á máli og kyni. Þátttakendur munu skoða og ræða kynhlutlaust mál út frá ýmsum sjónarhornum, í innlendu sem erlendu samhengi. Spurt verður hvað felst í kynhlutlausu máli, hver staðan er hjá helstu samanburðarlöndum okkar og hvernig að þessum málum er staðið – eða ætti að vera staðið – innan skólakerfisins. Það er ósk okkar að málstofan varpi ljósi á stöðu þessa málefnis í íslensku og verði innlegg í að greina ólík sjónarmið og möguleg næstu skref.

Hanna Óladóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 422 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Helga Birgisdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 15.00-17.00 í stofu 422 í Árnagarði

[fblike]