Kennsla akademískrar ensku á tímum Covid

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Lokun menntastofnana vegna Covid-faraldursins var áskorun fyrir marga kennara og leiddi til þess að aðlaga þurfti námskeið að breyttu námsumhverfi. Diplómanám í akademískri ensku er staðnám sem þjálfar hæfni í námsaðferðum, töluðu, lesnu og rituðu máli á formlegri ensku og þurfti að endurskoða öll námskeið innan námsleiðarinnar þegar Covid lokanir hófust. Kennarar í námskeiðunum tóku þessari áskorun með æðruleysi og nýttu öll þau tæki og tól sem í boði voru. Erindi í þessari málstofu munu fjalla um áskoranir og lausnir sem féllu best að mismunandi námskeiðum og kynna reynslu nemenda af aðlöguninni.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 303 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Ásrún Jóhannsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 15.00-16.30 í stofu 303 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni