Rýnt í kófið. Siðferðileg sjónarhorn á sóttvarnir í heimsfaraldri

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í málstofunni verður fjallað um Covid-19 faraldurinn, áhrif hans og afleiðingar frá siðferðilegum sjónarhornum. Fjallað verður um áskoranir fyrir siðfræði lýðheilsu og siðferðileg viðmið fyrir sanngjarna stefnumótun í sóttvörnum. Spurt verður hvort mörkin milli meðferðar og rannsókna hafi færst til í faraldrinum og afleiðingar sóttvarnaráðstafana á börn, ungmenni og jaðarsetta hópa verða metnar. Tekið verður mið af reynslunni af faraldrinum í íslensku samfélagi og dregnir lærdómar af henni.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 101 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Vilhjálmur Árnason


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 15.00-17.00 í stofu 101 í Árnagarði

[fblike]