Samræming á sviði réttritunar og íðorða

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í málstofunni verður greint frá tveimur verkefnum sem bæði miða að því að koma í veg fyrir ósamræmi, þ.e. á sviði réttritunar og svo í meðferð íðorða. Annars vegar er um að ræða nýja framsetningu á opinberum ritreglum og ýmsu sem tengist frágangi texta en seint á síðasta ári kom út nýr vefur sem nefnist Íslensk réttritun (rettritun.arnastofnun.is) sem er tilraun til að nýta kosti netsins til að koma á framfæri upplýsingum um réttritun. Hins vegar er um að ræða evrópskt íðorðaverkefni, FedTerm (Federated eTranslation TermBank Network), sem miðar að því að byggja upp innviði fyrir íðorðagögn til að búa til íðorðasöfn, annast umsjón þeirra og deila þeim áfram.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 310 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Ágústa Þorbergsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 310 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni