Setningafræði íslensks nútímamáls

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í þessari málstofu verður fjallað um nýlegar rannsóknir á íslenskri setningafræði. Helstu viðfangsefni eru samræmi frumlags og sagnar, stílfærsla (eins og fram hefur komið…), andlagsstökk (Ég las bókina ekki) og umröðun andlaga (Ég gaf það Jóni). Í þremur fyrirlestrum verður einnig fjallað um tengsl þessara setningafræðilegu fyrirbæra við merkingu.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 311 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Jóhannes Gísli Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 10.00-12.00 í stofu 311 í Árnagarði