Sjálfsmyndir, litarháttur og félagsleg tengsl – Aflýst

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Af óviðráðanlegum orsökum fellur málstofan niður.

Sjálfsmynd (e. identity) er eitt af fyrirferðarmestu hugtökum hug- og félagsvísindarannsókna samtímans. Hugtak sem er bæði margslungið og vandasamt í meðförum en býður líka upp á fjölbreytta möguleika og notagildi í fræðunum. Sjálfsmynd getur bæði verið persónubundin og tengd hópum. Hún mótast af aðstæðum fólks, hlutverkum þess í lífinu og þátttöku í samfélaginu. Sjálfsmyndir geta allt í senn verið margræðar, breytilegar og jafnvel mótsagnakenndar. — Þessi málstofa leitast við að endurspegla þann fjölbreytileika sem felst í sjálfsmyndarhugtakinu. Fjallað verður um sjálfsmyndir í sögulegu og félagslegu samhengi og hvernig þær birtast í ólíkum rýmum. Sameiginleg áhersla fyrirlesara verður á að ræða merkingu sjálfsmynda hjá afmörkuðum hópum í samfélögum fortíðar og samtíma.

Sumarliði R. Ísleifsson kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 106 í Odda
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjórar:
Ólafur Arnar Sveinsson, Hrafnkell Lárusson og Eyrún Eyþórsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 106 í Odda

[fblike]

Deila færslunni