Skrafl em ek örr at efla

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Yfirskrift málstofunnar er útúrsnúningur á upphafi lausavísu (Tafl em ek örr at efla, íþróttir kann ek níu …) sem Rögnvaldur Kali, jarl í Orkneyjum, orti á 12. öld. Jarlinn stærir sig þarna af níu íþróttum eða kúnstum sem hann segist kunna og er taflmennskan efst á blaði. Skák er vafalítið sú hugaríþrótt sem átt hefur mestum vinsældum að fagna hérlendis í aldanna rás. En á síðustu árum hefur önnur hugaríþrótt, skrafl (eða stafakotra eins og hún hefur einnig verið kölluð) notið sífellt meiri vinsælda. Í málstofunni verður fjallað um þennan hugvísindalega leik frá ýmsum hliðum. Í fyrsta fyrirlestrinum verður sagt frá skrafli á netinu og frá tilurð nýja íslenska „skraflpokans“, þar sem ákveða þurfti fjölda og stig hvers bókstafs í pokanum. Annar fyrirlesturinn fjallar um félagsskapinn Skraflfélag Íslands, orðareglur félagsins og herkænsku í íslensku skrafli. Í þeim þriðja verður síðan sagt frá árlegum Íslandsmótum í greininni og þar verður sjónum einkum beint að tilhögun dómgæslu og úrskurðum um gild orð.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 304 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Katrín Axelsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 304 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni