Sögur úr norðrinu: ímynd, sjálfsmynd og ímyndarsköpun frá 18. til 20. aldar

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í þessari málstofu er fjallað um frásagnir af norðrinu frá ýmsum sjónarhornum og rýnt í ferðafrásagnir, sýningar og dagbókarskrif um upplifanir í/af norðrinu. Rætt verður um sýn útlendinga á norðrið eins og hún birtist í ýmis konar umfjöllun, sem og viðbrögðum innfæddra í norðrinu (ekki síst Íslendinga) við ímyndarsköpun um norðrið. Í erindunum kynnumst við bæði dæmum um árekstra milli sjálfsmyndar og ímyndar, sem og tilfelli sem einkennast af mikilli samsvörun. Þátttakendur velta einnig fyrir sér hvenær um meðvitaða ímyndarsköpun er að ræða. Erindin byggja öll á umfangsmiklum rannsóknum á frumheimildum og lögð verður áhersla á myndræna kynningu á efninu og heimildunum sjálfum.

Myndin er eftir Arthur Conan Doyle.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 202 í Odda
Hvenær
12. mars kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Ingibjörg Ágústsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 10.00-12.00 í stofu 202 í Odda

[fblike]

Fleiri málstofur