Svartfugl Gunnars Gunnarssonar: Vannýtt kennsluefni í lögfræði?

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Erlendis hafa þverfaglegar rannsóknir á sviði laga og bókmennta verið blómlegar á undanförnum áratugum. Hefðin á upptök sín í Bandaríkjunum en á seinni árum hefur verið vaxandi áhugi á fræðasviðinu meðal bókmenntafræðinga og lögfræðinga á Norðurlöndum. Staðbundnar lögfræðilegar hefðir hafa mótað rannsóknir í ólíkum löndum en það hefur í ýmsum tilvikum reynst snúið að skapa umræðugrundvöll milli fræðahefðanna tveggja. Í þessari málstofu er gerð tilraun til að brúa þetta þverfaglega bil með þremur fyrirlestrum um skáldsöguna Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan og sögulegur bakgrunnur hennar verða greind frá ólíkum sjónarhornum en í öllum tilvikum verða færð rök fyrir því að hana mætti nýta sem kennsluefni í lögfræði hér á landi.

Ljósmynd: Wikimedia Commons, höfundur Duncan Wright.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 202 í Odda
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Jón Karl Helgason


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 202 í Odda

[fblike]