Þarf nýja bókmenntasögu?

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Ritið Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi er nýkomið út. Þar er lýst íslenskum bókmenntum frá upphafi Íslandsbyggðar fram til ársins 2022. Höfundar eru sex háskólakennarar og höfðu að markmiði að segja þessa sögu á stuttan og aðgengilegan hátt en draga jafnframt fram það eðli bókmenntasögu að vera síbreytileg og draga fram þátt fræðimanna í mótun bókmenntasögunnar. En hvað er annars nýtt í bókmenntarannsóknum? Í þessari málstofu fara höfundarnir yfir sviðið og segja frá nýjum sjónarmiðum sem fram koma í ritinu.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 301 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 13.00-14.30 og 14.00-16.30

Málstofustjóri:
Ármann Jakobsson


Fyrirlesarar og erindi

12. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 301 í Árnagarði

12. mars kl. 15.00-16.30 í stofu 301 í Árnagarði

 

Deila færslunni