Þýðingar og viðtökur

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Málstofan fjallar um bókmenntaþýðingar og viðtökur þeirra. Ýmis tungumálapör koma við sögu og ýmis tímabil eru skoðuð, aðallega þó á 19. og 20. öld. Komið er inn á hlutverk þýðinga í samskiptum menningarheima. Einnig er spurt hvers konar verk eru valin til þýðinga hverju sinni. Hvaða áhrif hafa þýðingar sem þegar liggja fyrir á sama tungumáli eða öðrum? Hver ræður hvað er þýtt á hverjum tíma og á hvaða forsendum er tekið við þýðingum á markmálinu? Hver er drifkrafturinn sem liggur að baki þýðingastarfsemi? En síðast en ekki síðast: hver fær heiðurinn þegar þýðing birtist?

Guðrún Kristinsdóttir kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 206 í Odda
Hvenær
12. mars kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Marion Lerner


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 10.00-12.00 í stofu 206 í Odda

[fblike]

Deila færslunni