Til hnífs og skeiðar: Ólík sjónarhorn á íslenska matarmenningu

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Sérstaða íslenskrar matarmenningar í sögunni felst umfram allt í sérstöku mataræði með lágkolvetnafæði að uppistöðu en ekki korn og rótarhnýði eins og hjá flestum jarðarbúum. Síðustu hálfa aðra öld hefur mataræði og matarmenning Íslendinga tekið stakkaskiptum og viðhorf til og umgengi við mat hafa gjörbreyst. Nú er matur ekki lengur aðeins morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur heldur upplifun. Þjóðin er komin í náin kynni við matarauð heimsins en hefur jafnframt uppgötvað auðlegðina í nærumhverfinu, hvernig hægt er með hugviti að breyta hráefni sem áður var talið óæti í lostæti.

Málstofan er haldin af aðstandendum nýrrar bókar, Til hnífs og skeiðar: Um íslenska matarmenningu, í ritstjórn Arnar D. Jónssonar og Brynhildar Ingvarsdóttur. Í málstofunni fjalla fimm af höfundum bókarinnar um nokkra meginþætti í þróun íslenskrar matarmenningar í nútímanum og skoða þá frá ólíkum sjónarhornum. Ber margt á góma, allt frá „kolvetnabyltingunni“ og öðrum breytingum sem fylgdu nútímavæðingu mataræðis á 19. öld, til erlendra áhrifa og staðbundins og „náttúrulegs“ matar í matarmenningu samtímans, þar á meðal pizzu og skyramisú.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 101 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Guðrún Hallgrímsdóttir og Guðmundur Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 10.00-12.00 í stofu 101 í Árnagarði