Tímanna tákn: áskoranir og sóknarfæri kínversks ritmáls

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Málstofan inniheldur þrjú erindi sem fjalla um kínverskt ritmál með ólíkum hætti, m.a. sögulegum, samfélagslegum, málvísindalegum og pólitískt. Kínversk rittákn eiga sér aldalanga sögu en elstu heimildir sem fundist hafa um þau eru svokölluð „spádómsbein“ sem rekja má aftur til annars árþúsunds f.Kr. Út frá þessum fornu táknum þróaðist kínverskt ritmál sem síðar var kennt við „fornkínversku“ eða „sígilda kínversku“ og gegndi hlutverki embættismannamáls í Kína allt fram á 20. öld. Þá hófst mikil andstaða gegn ritmáli þessu sem sett var í beint samband við nútímavæðingartilburði Kínverja. En þrátt fyrir umbætur sem gerðar voru á ritmálinu hafa margir litið á sjálf táknin sem dragbít á nútímanum í Kína, þótt því hafi vissulega líka verið andmælt. Í dag virðist hins vegar ekkert fararsnið á táknunum, heldur hafa notendur þeirra þvert á móti sýnt hversu skapandi og aðlögunarhæf þau geta verið, ef til vill ekki síst í umhverfi sem einkennist af síaukinni ritskoðun.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 310 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Geir Sigurðsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

12. mars kl. 15.00-16.30 í stofu 310 í Árnagarði