Útrás íslenskrar dægurmenningar

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í þessari málstofu skoðum við nokkur dæmi úr útrás íslenskrar dægurtónlistar frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar og fram til nútímans. Rætt verður um ferð Björgvins Halldórssonar til Sovétríkjanna árið 1982 út frá rússneskum heimildum og hún skoðuð í samhengi við kaldastríðsorðræðuna sem réði ríkjum á níunda áratugnum og sést einnig vel í umræðum um ferð Strax til Kína árið 1986. Fjallað verður um feril hljómsveitar Kukl (1983-1986) út frá hugmyndum um „íslenska tónlist“ og fjölþjóðlegar senur í rokk- og popptónlist og að lokum verða helstu vörður í útflutningssögu íslenskrar tónlistar síðustu þrjátíu árin skoðaðar.

Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022

Hvar
Stofa 422 í Árnagarði
Hvenær
11. mars kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Rósa Magnúsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 422 í Árnagarði

[fblike]

Deila færslunni