Óvenjulegt þing
Vegna kórónufaraldurs og samkomutakmarkana verður Hugvísindaþing 2020 haldið á netinu.
Boðið verður upp á málstofur sem birtar verða Facebook og vistaðar á YouTube-rás Hugvísindasviðs að þingi loknu.
Gestir þingsins geta sent fyrirlesurum skriflegar spurningar og athugasemdir meðan á málstofu stendur og í nokkra stund að henni lokinni.
Fyrstu málstofurnar hefjast kl. 13 föstudaginn 18. september. Eins og hefð er fyrir tökum við upp þráðinn á laugardeginum.
Dagskrá er að finna hér á síðunni og við hverja málstofu er nú að finna tengil á viðburð á Facebook þar sem málstofan verður birt.
verið velkomin á hugvísindaþing.
Vonandi sjáumst við aftur á hefðbundnu þingi á næsta ári

Deila síðunni