Hugvísinda­­­stofnun
Háskóla Íslands býður til Hugvísinda­­­þings

frestað!
fyrirhuguðu þingi 13. og 14. mars hefur verið frestað til hausts

Hugvísinda­­­stofnun
Háskóla Íslands býður til Hugvísinda­­­þings

13. og 14. mars
í Háskóla Íslands

Athugið! Þinginu hefur verið slegið á frest.

Setning og hátíðar­fyrir­lestur

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið kl. 12.00 í Hátíðasal Háskólans.

Carolyne Larrington, prófessor við Oxford-háskóla og sérfræðingur í norrænum og evrópskum miðaldabókmenntum sem og nútíma aðlögunum á miðaldaefni, heldur hátíðarfyrirlestur og nefnir erindi sitt:


WHY ‘GAME OF THRONES’ MATTERS. STORYTELLING IN A GLOBALISED CONTEXT


Fyrirlesturinn verður á ensku. 
Málstofur hefjast kl. 13.15, eftir stutt hlé þar sem boðið verður upp á 
hádegissnarl.

Nánari upplýsingar um Carolyne Larrington, verk hennar og fyrirlesturinn eru hér.


Að loknum málstofum föstudaginn 13. mars er þátttakendum Hugvísindaþings boðið til móttöku í tilefni opnunar Listmílu, 40 ára afmælissýningar Listasafns Háskóla Íslands. Opnunin verður í anddyri Odda kl. 17.00. Jón Atli Benediktsson rektor opnar sýninguna sem sett hefur verið upp í nokkrum byggingum og tengigöngum háskólans. Boðið verður upp á veitingar.

Mynd af Carolyne Larrington

Athugið! Þinginu hefur verið slegið á frest. Ný dagskrá verður birt síðar.

 

Dagskrá Hugvísindaþings 2020

PDF HEILDARYFIRLIT

Deila síðunni